Smit kom upp á skemmtanalífinu

Frá skemmtanahaldi á Bankastræti Club.
Frá skemmtanahaldi á Bankastræti Club. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kórónuveirusmit greindist hjá gesti Bankastræti Club sem sótti staðinn heim um helgina. Hvetur staðurinn gesti sína til þess að fara í sýnatöku.

Bankastræti Club greindi frá þessu á Instagram í dag. Í tilkynningunni segir: 

„Upp kom covid smit utan sóttkvíar á skemmtanalífinu um helgina. Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr. Höldum áfram að vera varkár þrátt fyrir að vera bólusett.“

Almannavarnadeild hvetur fólk til þess að fara í sýnatöku

Uppfært kl. 12.20: Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu þess efnis að annar einstaklingurinn sem greindist smitaður í gær hafi verið á Bankastræti Club um helgina, þ.e. á föstudag og laugardag. 

„Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna Covid-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inni á Heilsuveru,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeildinni. 

„Eins og áður hvetjum við alla til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert