Ingó krefst afsökunarbeiðna og miskabóta

Ingó Veðurguð.
Ingó Veðurguð. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, og lögmaður hans Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson krefjast afsökunarbeiðna auk þess að fimm nafngreindir aðilar falli frá fullyrðingum sem þeir eiga að hafa haft í frammi á opinberum vettvangi um Ingólf. Þetta kemur fram í skriflegu svari Vilhjálms til mbl.is.

Bréfin eru öll eins að forminu til en þar er þess krafist að viðtakendur biðjist afsökunar á ummælunum og falli frá fullyrðingunum um háttsemi Ingólfs opinberlega. Fimm einstaklingar voru nafngreindir sem viðtakendur í gær og eru flestir úr röðum blaðamanna og aðgerðarsinna. 

Vilhjálmur krefur fimmmenningana einnig um miskabætur fyrir hönd Ingólfs vegna ummælanna. Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, er meðal þeirra en samkvæmt Twitter-færslu hennar hljóðar krafan upp á þrjár milljónir og gjalddagi 19. júlí.

Eins og fram kom í gær hefur Haraldur Ingi Þorleifsson, kenndur við fyrirtækið Ueno, boðist til að greiða lögfræðikostnað allra þeirra sem fá kröfubréf frá Ingólfi. 

Fréttablaðið greinir frá því að bréf Kristlínar Dísar, blaðamanns Fréttablaðsins, hafi innhaldið kröfu þess efnis að afsökunarbeiðni hennar yrði birt á forsíðu vefs Fréttablaðsins og skyldi standa þar í tvo sólarhringa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert