Mikið gengið á við gosstöðvarnar

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið hefur gengið á við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðasta sólarhringinn. 

Fram kemur á facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands að mikil og reglubundin gosvirkni hafi verið síðustu daga og töluvert hraun runnið niður í Meradali. 

Athygli hefur vakið að klettur í norðaustanverðum gígnum hefur dúað upp og niður síðustu daga. Kletturinn virðist hafa brotnað frá gígnum en ekki runnið frá honum. Þrýstingur frá hrauntjörninni hefur síðan lyft bjarginu upp og niður, eftir því hversu hátt hefur staðið í henni. 

Þá hefur yfirborð hrauntjarnarinnar breyst ansi hratt í goshrinunum, sem hafa verið síðan 10. júlí líkt og á fyrri stigum gossins, og hefur kletturinn því farið upp og aftur niður á 3-5 mínútum í einhver skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert