Sakar netverslun um skattsvik

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR hefur sent kæru til lögreglustjórans …
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR hefur sent kæru til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og til ríkisskattsstjóra. Ljósmynd/ÁTVR

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur lagt fram kæru á hendur frönsku netversluninni Sante SAS, systurfyrirtæki hennar, Santewines ehf. og eiganda beggja fyrirtækja, Arnari Sigurðssyni.

Í kæruskjali til lögreglu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og undirritað er af Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, er fullyrt að franska fyrirtækið innheimti 11% virðisaukaskatt af seldum vörum án þess að vera með svokallað virðisaukaskattsnúmer.

Arnar Sigurðsson hjá Sante opnaði netverslun með áfengi fyrr á …
Arnar Sigurðsson hjá Sante opnaði netverslun með áfengi fyrr á árinu og hefur hún notið talsverðra vinsælda. ÁTVR vill að yfirvöld stöðvi starfsemina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Segir í kæru stofnunarinnar að umsvif fyrirtækisins bendi því til að undanskot fyrirtækisins á virðisaukaskatti nemi „verulegum fjárhæðum“. Kæran, sem send var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er dagsett í lok júnímánaðar. Sama dag sendi forstjóri ÁTVR kæru til ríkisskattsstjóra og kallar eftir því að leyfi Santewines ehf. til áfengisinnflutnings verði ekki endurnýjað en núverandi leyfi fyrirtækisins fellur niður í desember.

Í erindunum til stofnananna er kallað eftir því að starfsemi fyrirtækjanna og eigandi þeirra, Arnar Sigurðsson, verði rannsökuð og hann látinn sæta refsingu og dæmdur til fangelsisvistar fyrir hin meintu brot.

Af kæruskjölunum tveimur að dæma hefur ÁTVR einnig ákveðið að freista þess að stöðva beina áfengissölu Brugghússins Steðja ehf. og Bjórlands ehf. en bæði hafa fyrirtækin boðið áfengi í smásölu og til afhendingar hér á landi án milligöngu ÁTVR.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »