Starfsmenn Jómfrúarinnar ekki smitaðir

Jakob E. Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar var ánægður með …
Jakob E. Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar var ánægður með neikvæðar niðurstöður skimana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líkt og mbl.is greindi frá í dag kom upp kórónuveirusmit hjá starfsmanni Jómfrúarinnar. Sá var síðast í vinnu á mánudaginn var. Í kvöld lágu svo fyrir niðurstöður úr skimun á öllu starfsfólki og í ljós kom að enginn þeirra greindist með veiruna. 

„Niðurstöðurnar úr skimununum lágu fyrir nú milli níu og tíu í kvöld og hver einasta niðurstaða á okkar fólki var neikvæð," segir Jakob E. Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar. 

Jakob segist ekki alveg viss hvort allir starfsmennirnir hafi verið bólusettir þegar að smitið greinist en var þó viss um alla nema einn. Enginn þeirra er lögðu leið sína á Jómfrúna þurftu að sæta sóttkví vegna smitsins. 

Jakob var hinn ánægðasti með niðurstöðurnar og sagði að lokum léttur: „Ég myndi bara telja að í ljósi þessa hljóti Jómfrúin að teljast öruggasti staðurinn til þess að vera á nú um helgina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert