„Við göngum óbundin til kosninga“

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknar og mennta- og menningarmálaráðherra segir flokkinn …
Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknar og mennta- og menningarmálaráðherra segir flokkinn ganga óbundinn til kosninga. Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir Framsóknarflokkinn ganga óbundinn til kosninga og að nýbirt könnun MMR um fylgi flokkanna, þar sem flokkurinn mælist 12,9%, sé góð fyrir flokkinn. „Þetta er í takt við þær kannanir sem við höfum verið að sjá,“ segir hún. 

- Þið útilokið ekki samstarf við einn eða neinn. Sjáið þið fyrir ykkur sama stjórnarmynstur?

„Núverandi samstarf hefur gengið vel. Við göngum óbundin til kosninga. Við vinnum auðvitað áfram að þeim góðu málum sem við erum búin að vinna að og kynnum þau núna og erum bara bjartsýn,“ segir hún.

Spurð hvort markið sé sett hátt fyrir næstu kosningar segir hún:

„Við auðvitað sækjum fram og erum á fullu að undirbúa kosningar. Við viljum uppskera eins og við erum búin að sá og stefnum auðvitað að auknu fylgi eins og allir flokkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert