Kurfshátturinn eins og svitalykt

Ferðamenn við Gullfoss árið 1978.
Ferðamenn við Gullfoss árið 1978. Ólafur K. Magnússon

„Fyrsta skilyrðið er að vita hvað þeir vilja og síðan að veita þeim það eftir því sem tök eru á. Ef það tekst illa eða ekki fara þeir óánægðir, koma ekki aftur og vara aðra við reynzlu sinni. Það stoðar lítið þó að reynt sé að ginna þá með auglýsingum til landsins, ef þeir kunna illa við sig þegar hingað er komið, ef þeir verða hér að fara á mis við daglegu lífsþægindi, sem í öllum öðrum löndum eru talin sjálfsögð og engum dettur lengur í hug að deila um.“

Eitthvað á þessa leið hljóðuðu ráð sem „fylgdarmaður ferðamanna“ gaf íslensku þjóðinni í Morgunblaðinu sumarið 1961.

Fylgdarmaðurinn vísaði meðla annars í skrif erlendrar blaðakonu sem skrifað hafði langa grein um Ísland veturinn áður í víðlesið tímarit í Bandaríkunum og lýst því yfir að daglegt líf hér væri með fádæmum óþjált og einstrengingslegt.

„Og þetta kom henni því meir á óvart sem hún kunni ágætlega við einstaklinga og fólk sem hún kynntist. Á yfirborðinu ríkir hér enn einhver kurfsháttur frá dögum niðurlægingarinnar, þegar menn máttu hvorki standa né sitja vegna boða og banna, en við höfum sagt skilið við þá tíma og allt sem þeim fylgdi. Íslendingurinn í dag er orðinn heimsborgari, og óttast ekki að lifa frjálsmannlegu lífi eins og aðrar þjóðir. Kurfshátturinn er eins og svitalykt sem menn þvo af sér og umfram allt er ekki útflutningsvara.“

Nánar er fjallað um ráð fylgdarmannsins í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert