Segir ummæli Runólfs furðuleg

Sigríður Á. Andersen í hliðarsal Alþingis.
Sigríður Á. Andersen í hliðarsal Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir á twittersíðu sinni ummæli Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-19-göngudeildarinnar á Landspítalanum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld furðuleg. 

Þar segir hann meðal annars að sjúklingurinn með Covid-19 sem nú liggur inni á sjúkrahúsi sé ekki mikið veikur og að allt önnur staða sé uppi í dag en í fyrri bylgjum Covid-19. 

Sigríður bendir á að í sömu andrá kalli Runólfur eftir að sóttvarnaaðgerðir séu hertar á landamærum Íslands og telur ummælin fela í sér mótsögn. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert