McKinsey til ráðgjafar um framtíðarþjónustu spítalans

Landspítalinn háskólasjúkrahús.
Landspítalinn háskólasjúkrahús. mbl.is/ÞÖK

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að óska eftir liðsinnis ráðgjafa við að kortleggja forsendur þarfagreiningar Landspítala og boðið út þjónustu ráðgjafa vegna framtíðarþjónustu nýs Landspítala í lokuðu útboði eftir forval. 

Ráðgjöf um framtíðarþjónustu Landspítala var boðin út í febrúar 2021 og bárust fimm tilboð frá áhugasömum: Archus, Boston Consulting, Ernst & Young, KPMG og McKinsey. Þessum aðilum var boðið áfram í lokað útboð og kom það í hlut valnefndar að meta innsend tilboð þeirra. Niðurstaða valnefndar er að ráðgjafafyrirtækið McKinsey skoraði hæst.

Hröð þróun í heilbrigðisþjónustu undirstrikar mikilvægi þess að greining fari fram á framtíðarþjónustu nýs Landspítala við Hringbraut til að tryggja sem best samræmi við stefnumörkun stjórnvalda um að rétt þjónusta verði veitt á réttum stað innan heilbrigðisþjónustunnar með gæði, mönnun, skilvirk innkaup og árangur að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert