Ríkisstjórnin fundar vegna veirunnar

Ríkisstjórn Íslands ásamt forseta Íslands.
Ríkisstjórn Íslands ásamt forseta Íslands. mbl.is/Arnþór

Ríkisstjórnin fundar um stöðu mála á landamærunum vegna Covid-19 í Stjórnarráðinu í hádeginu í dag.

Að sögn Róberts Marshalls, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, verður minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærunum rætt.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er stödd fyrir norðan og verður ekki viðstödd fundinn, að sögn Róberts, en fundurinn hefst klukkan 12.

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert