Vilborg leiðir lista Miðflokksins

Fyrstu sex sætin á framboðslista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fyrstu sex sætin á framboðslista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ljósmynd/Aðsend

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 77% atkvæða fundargesta, að því er segir í tilkynningu.

Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari, leiðir listann.

Fyrstu sex sætin skipta eftirfarandi einstaklingar:

  1. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari
  2. Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur
  3. Erna Valsdóttir, fasteignasali
  4. Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari
  5. Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi og dómritari
  6. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri

Ólafur Ísleifsson, núverandi þingmaður flokksins í Reykjavík norður, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Ákvörðunina tók hann til að leysa þá pattstöðu sem upp var komin við uppstillingu framboðslistans í kjördæminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert