44 smit greindust – 38 innanlands

sýnataka.
sýnataka. Ljósmynd/Landspítali

44 kórónuveirusmit greindust innanlands og á landamærunum í gær. Langflest þeirra greindust innanlands að sögn Hjördísar Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúa Almannavarna.

Níu voru í sóttkví við greiningu. 

Alls eru nú í einangrun 163 og 454 í sóttkví. 1.254 eru í skimunarsóttkví. 

Innanlands greindust 30 við einkennasýnatöku, sjö við sóttkvíar- og handahófsskimanir og einn í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina