Búast við því að smitum muni fjölga á næstu dögum

Frá sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni.
Frá sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni. mbl.is/Árni Sæberg

Rauði krossinn hefur nú opnað nýtt farsóttarhús, Rauðará, fyrir fólk sem er sýkt af Covid-19. Er það vegna þess að farsóttarhótelið Lind var orðið svo til fullt. Þá er viðbúið að smituðum muni fjölga á næstu dögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Deildin hvetur fólk sem kemur frá útlöndum og býr hér á landi eða hefur tengsl inn í íslenskt samfélag til að fara í skimun og halda sig til hlés þar til niðurstöður skimunar liggja fyrir.

mbl.is