Banaslys í Fljótsdal á Austurlandi

mbl.is/Sverrir

Lögreglan á Austurlandi greindi frá því nú á sjöunda tímanum að banaslys hefði orðið í Fljótsdal.

Slysið varð í suðurdal Fljótsdals en hin látna slasaðist á fjallgöngu og lést af þeim áverkum sem hún hlaut. 

Samkvæmt tilkynningu lögreglu stendur rannsókn málsins nú yfir og því veiti hún ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is