Gylfi sagður neita ásökunum harðlega

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er sagður neita harðlega þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar.

Götublaðið The Sun nafngreinir þó ekki Gylfa í grein sinniEvert­on hef­ur sett leik­mann í bann vegna lög­reglu­rann­sókn­ar en fé­lagið hef­ur ekki nefnt leik­mann­inn á nafn. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er leikmaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson. 

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekkert tjá sig um málið við mbl.is í morgun.

Fram kom í samtali við framkvæmdastjóra KSÍ í gær að sambandið myndi ekki tjá sig um mál Gylfa fyrr en það hefði fengið það formlega staðfest að um íslenskan leikmann væri að ræða.

mbl.is