Hraunið streymir í Meradali

Móðan berst frá gosinu í Geldingadölum.
Móðan berst frá gosinu í Geldingadölum. Morgunblaðið/Baldur

Hraun frá gígnum í Geldingadölum hefur aðallega streymt austur í Meradali að undanförnu. Lítið hefur bæst við hraunið í Nátthaga.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, telur að hraunflæðið sé svipað og verið hefur. Hraun streymi undir yfirborðinu þótt lítið virðist um að vera í sjálfum gígnum.

Hann segir að takturinn í gosinu hafi haldist nokkuð jafn. Ummál gígsins er miklu meira nú en þegar strókavirknin var sem mest. Öflugir og breiðir strókar sjást nú þegar mest gengur á. Ferlið virðist ráðast mest af kvikustrókavirkninni. Þorvaldur segir að hún sé keyrð áfram af hluta gassins sem er í það stórum blöðrum eða bólum að þær rísa óháð öðru flæði. Stóru blöðrurnar fara hraðar upp en annað flæði og búa til þá hrynjandi og óróa sem mælist frá eldgosinu.

Gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands í gær gerði ráð fyrir SV-átt við gosstöðvarnar fram eftir degi í dag. Mengun frá eldgosinu mun því berast austur í Ölfus. Þegar líður á kvöldið snýst til sunnanáttar. Lítilsháttar mengun getur borist yfir höfuðborgarsvæðið upp úr kl. 22.00. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert