Karl Gauti ekki á lista Miðflokks í Suðurkjördæmi

Birgir Þórarinsson leiðir lista Miðflokks í Suðurkjördæmi en Karl Gauti …
Birgir Þórarinsson leiðir lista Miðflokks í Suðurkjördæmi en Karl Gauti Hjaltason fær ekki pláss á honum. Samsett mynd

Birgir Þórarinsson leiðir framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi til alþingiskosninga 2021. Á eftir honum kemur Erna Bjarnadóttir, hag­fræðing­ur hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni, og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi á Stíflu í Rangárþingi eystra. Karl Gauti Hjaltason er ekki á listanum eins og mbl.is greindi frá fyrir helgi.

Ekkert pláss fyrir Karl Gauta

Sem stendur er Miðflokkurinn með tvo þingmenn í Suðurkjördæmi en það eru þeir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti. Karl skipti yfir í Miðflokkinn eftir Klaustursmálið seint á árinu 2018. Karl Gauti var áður þingmaður Flokks fólksins og var kjörinn á þing sem þingmaður þess flokks.

Listinn var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 93% greiddra atkvæða, því reyndist ótti uppstillinganefndar, um að listinn yrði felldur líkt og gerðist í syðra Reykjavíkurkjördæmi, á sandi reistur.

Listinn í heild sinni:

 1. Birgir Þórarinsson, Vogum Vatnsleysuströnd
 2. Erna Bjarnadóttir, Hveragerði
 3. Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
 4. Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum
 5. Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum Hrunamannahreppi
 6. Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ
 7. Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg
 8. Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík
 9. Magnús Haraldsson, Hvolsvelli
 10. Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ
 11. Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ
 12. Ari Már Ólafsson, Árborg
 13. Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
 14. Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík
 15. Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum
 16. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn
 17. Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg
 18. Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ
 19. Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra
 20. Einar G. Harðarson, Árnessýslu
mbl.is

Bloggað um fréttina