Segja Gylfa hafa verið komið fyrir í skjólshúsi

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Breska götublaðið Mail Online greindi frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson hefði verið færður í tímabundið skjólshús (e. safehouse) eftir að hafa verið handtekinn síðastliðinn föstudag grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi.

Undir eftirliti nótt og dag

Gylfa var sleppt gegn tryggingu um helgina en heimildarmaður Mail Online segir Everton, félag Gylfa, hafa komið honum fyrir í húsnæðinu með sólarhringsgæslu.

Sami miðill segir eiginkonu Gylfa hafa flutt af heimili þeirra hjóna og sé nú í faðmi fjölskyldu sinnar á Íslandi.

Götu­blaðið Mail Online nafn­grein­ir þó ekki Gylfa.

mbl.is