Snekkja dólar í Patreksfirði

mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Skemmtiferðaskipið Crystal Endeavor er í jómfrúarferð sinni við Íslandsstrendur, en það er sex stjörnu lúxussnekkja. Skipið lagði upp frá Reykjavíkurhöfn til Patreksfjarðar með 200 farþega, flesta Bandaríkjamenn sem komu með flugi til landsins.

Áhöfnin er jafnfjölmenn. Fyrir vestan hefur um helmingur farþeganna farið í ferðir með Westfjords Adventures, en flestir heimsóttu Látrabjarg og Rauðasand.

Skipið mun sigla fimm hringi í kringum Ísland í júlí og ágúst. Þeir sem ekki fara í kynnisferðir frá skipsfjöl frílysta sig gjarnan í bænum og setja sinn svip á hann. Auk Patreksfjarðar er komið við á Ísafirði, Siglufirði, Húsavík, Seyðisfirði, í Heimaey og Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »