Stöðugur straumur í sýnatöku

Röðin var löng þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði.
Röðin var löng þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði. mbl.is/Unnur Karen

Mikið annríki hefur verið í sýnatökum við Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag.

„Þetta er bara eins og gengur þegar bylgjan rís aftur, að þá þurfum við að taka fleiri sýni,“ segir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þrátt fyrir annríkið segir hún að mjög vel hafi gengið. „Þetta gengur örugglega þó að það séu rosalega margir.“

Um 3.000 sýni tekin í gær

Í gær voru tekin um þrjú þúsund sýni og hafa þau ekki verið fleiri í nokkra mánuði. Við Suðurlandsbraut í Reykjavík eru bæði tekin sýni úr þeim sem eru með einkenni og ferðalöngum sem þurfa vottorð um smitleysi, PCR-próf eða svokölluð hraðpróf.

„Ég er ekki búin að taka saman tölurnar í dag, en mér sýnist þetta vera eitthvað meira en í gær,“ segir Ingibjörg.

Alls greind­ust 56 smit kór­ónu­veirunn­ar inn­an­lands í gær. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. Átján voru í sótt­kví við grein­ingu. 38 voru utan sótt­kví­ar.

Alls greind­ust 38 smit inn­an­lands í fyrra­dag og voru níu þeirra í sótt­kví við grein­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert