Tvö smit komu upp á LungA

LungA. Mynd úr safni.
LungA. Mynd úr safni. Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir

Tvö kórónuveirusmit greindust á listahátíðinni LungA sem fram fór á Seyðisfirði um helgina. 

Í tilkynningu frá LungA kemur fram að annað smitið hafi verið rekið til Café Láru síðastliðinn miðvikudag og er smitrakningu vegna þess lokið. 

Hitt smitið hafi greinst í dag og nær smitmengi þess aftur til sunnudags. Hafa þeir sem voru í samneyti við viðkomandi verið settir í sóttkví í dag. 

Fram kemur í tilkynningunni að ekki sé um hópsmit að ræða, en gestir hátíðarinnar eru hvattir til að fylgjast með einkennum og fara í sýnatöku ef einkenni koma fram. 

mbl.is