78 smit greindust innanlands

Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut í gær.
Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut í gær. mbl.is/Unnur Karen

78 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Nítján voru í sóttkví við greiningu og 59 utan sóttkvíar. 

Ekkert smit greindist við landamæraskimun. 

69 greindust í einkennasýnatöku og níu við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Af þeim sem greindust í gær voru 52 fullbólusettir. Bólusetning var hafin hjá fimm og átján voru óbólusettir. 

Alls eru nú 287 í einangrun og 723 í sóttkví. 

2.296 sýni voru tekin við einkannasýntatöku í gær, 435 sýni voru tekin á landamærunum og 946 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimanir. 

Í fyrradag greindust 56 smit innanlands sem var mesti fjöldi smita sem greinst hefur á árinu. 18 voru í sóttkví við greiningu og 43 fullbólusettir. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

 

mbl.is