Annasamur sólarhringur hjá slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 134 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 134 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast síðastliðinn sólarhring. 

Slökkviliðið sinnti 134 sjúkraflutningum, þar af voru 24 forgangsflutningar. Mikil aukning hefur verið í flutningum vegna Covid-19, við lítinn fögnuð slökkviliðsmanna, en slíkir flutningar voru 25 síðastliðinn sólarhring. 

Þá sinnti slökkvilið sex útköllum á dælubílum, m.a. vegna elds í bifreið, vatnsleka og til að bjarga ketti úr tré svo nágrannar fengju svefnfrið. mbl.is