Boðið upp á sýnatöku eftir komuna til landsins

Þeim sem hingað koma til lands verður boðið upp á sýnatöku fyrir Covid-19. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag.  

Nýjar reglur um landamærin taka gildi næsta mánudag. Reglurnar snúa að því að þeir sem koma til landsins þurfi að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðmótefnapróf. Þá eru þeir sem hafa tengslanet hér á landi hvattir til að fara í sýnatöku eftir komuna til landsins. 

Þangað til nýjar reglur taka gildi eru ferðalangar hvattir til að skrá sig í sýnatöku við komuna til landsins inni á Heilsuveru.

mbl.is