„Ég veit ekki einu sinni hver hann er“

Stúlkan blæs á sögusagnirnar.
Stúlkan blæs á sögusagnirnar. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Tvítug stúlka að nafni Chelsea Pardoe hefur sett inn tilkynningu á Instagram-reikning sinn þar sem hún vill leiðrétta orðróm um að hún tengist máli Gylfa Þórs Sigurðssonar á beinan hátt. Svo virðist sem sögusagnir þar um hafi farið á flakk um netheima að undanförnu.

Í tilkynningunni segist hún hafa tekið eftir sögusögnunum sem hafi gengið um hana og meintan þátt hennar í málinu.

„Mig langar að leiðrétta þetta og taka það skýrt fram að ég er ekki stúlkan sem tengist máli knattspyrnumannsins Gylfa [Þórs] Sigurðssonar og ekkert er til í sögusögnum um það. Ég veit ekki einu sinni hver hann er og hef aldrei talað við hann.

Ég myndi kunna að meta það ef fólk tæki sér tíma í að lesa þetta til þess að koma í veg fyrir þetta hræðilega áreiti sem ég er að verða fyrir út af þessari lygasögu,“ skrifar Chelsea.

Chelsea segist hafa orðið fyrir miklu áreiti vegna sögusagnanna.
Chelsea segist hafa orðið fyrir miklu áreiti vegna sögusagnanna. Skjáskot/Instagram
mbl.is