Eldur kviknaði í bifreið

Eldur kviknaði í bifreið í hverfi 108 skömmu eftir kl. 18 í gær. Fram kemur í dagbók lögreglu að slökkvilið hafi slökkt í bifreiðinni. 

Þá var skömmu eftir miðnætti tilkynnt um innbrot í bifreið. Ekki fengust frekari upplýsingar um innbrotið. 

Skömmu fyrir klukkan 19 var tilkynnt um reiðhjólaslys í Breiðholti, en reiðhjólamaður hafði fallið í jörðina. Var maðurinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 

Þá var skömmu fyrir klukkan 21 tilkynnt um umferðaróhapp Í Breiðholti. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið. 

mbl.is