Janssen-þegum boðinn aukaskammtur í ágúst

Bólusett í Laugardalshöll.
Bólusett í Laugardalshöll. Ljósmynd/Árni Sæberg

Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða þeim sem bólusettir voru með bóluefni Janssen aukaskammt af bóluefni. 

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

„Við erum með áætlanir um að bjóða öllum sem bólusettir hafa verið með bóluefni Janssen aukaskammt af bóluefni sem sennilega verður Pfizer-bóluefnið og sömuleiðis að bjóða fólki, sem líklegt er að hafi svarað bólusetningu verr en aðrir, aukaskammt,“ sagði Þórólfur. 

Áætlanirnar koma ekki til framkvæmda fyrr en eftir miðbik ágústmánaðar þar sem ákveðinn tími þurfi að líða frá síðasta skammti bóluefnis þar til örvunarskammtur er gefinn að sögn Þórólfs:

„Þetta er ekki þannig að það þurfi bara að drífa í því, við verðum að tryggja að árangurinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Þórólfur. 

mbl.is