Starfsfólk með tengsl við LungA fari í skimun

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Farsóttanefnd Landspítala mælist til þess að það starfsfólk spítalans sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði um síðustu helgi eða hefur tengsl við fólk sem var þar, fari í skimun vegna Covid-19 eins fljótt og auðið er.

Þetta kemur fram tilkynningu frá nefndinni.

Þar segir að smit séu að greinast hjá fleirum úr þessum hópi og því sé mikilvægt að ná utan um dreifinguna sem allra fyrst.

Frá hátíðinni LungA. Mynd úr safni.
Frá hátíðinni LungA. Mynd úr safni. Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir
mbl.is