Velja á milli Fjólu og Þorsteins

Kjörið fer fram á föstudag og laugardag.
Kjörið fer fram á föstudag og laugardag. mbl.is/Þorsteinn Friðrik

Oddvitakjör fer fram í Miðflokksfélagi Reykjavíkur suður á föstudag og laugardag.

Tveir eru í framboði, Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður flokksins í kjördæminu.

Kosning hefst klukkan 10 á föstudagsmorgun og er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu flokksins milli kl. 10 og 17 föstudag og laugardag. Einnig er hægt að greiða atkvæði rafrænt, að því er segir í tilkynningu.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu flokksins xm.is.

mbl.is