Enn beðið eftir ríkisstjórninni

Hurðarhúnninn að fundarherbergi Hótels Valaskjálf stendur óhaggaður.
Hurðarhúnninn að fundarherbergi Hótels Valaskjálf stendur óhaggaður. mbl.is/Ari

Núna þegar vel rúmlega tvær klukkustundir eru liðnar frá því fundarhöld hófust í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum bólar enn ekkert á ríkisstjórninni.

Takmarkanir til umræðu

Eina umræðuefni fundarins er nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir innanlands en fjórar vikur eru síðan þeim var öllum aflétt.

Vitað var fyrir fundinn að hann gæti staðið um nokkurn tíma þar sem skiptar skoðanir eru á meðal ráðherra um minnisblað Þórólfs.

Blaðamaður mbl.is á svæðinu segir um tíu fréttamenn nú bíða fyrir utan Hótel Valaskjálf í miklu blíðviðri. Þá sitja hótelgestir á Hótel Valaskjálf fyrir ofan fundarherbergið á hótelbarnum og sötra þar drykki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert