Hlöðuballi Mærudaga aflýst

Mikill fjöldi hefur komið saman á Mærudögum undanfarin ár.
Mikill fjöldi hefur komið saman á Mærudögum undanfarin ár. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hlöðuballi Mærudaga sem fram átti að fara á Húsavík um helgina hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tilkynningu Hestamannafélagsins Grana. 

„Aðstæður og óvissa í samfélaginu gerir það að verkum að þetta er niðurstaðan,“ segir í tilkynningunni. Formaður Grana hvetur fólk „til að hafa gaman af lífinu og reyna eftir fremsta megni að njóta helgarinnar,“ segir í tilkynningunni. 

„Við reynum aftur að ári,“ segir enn fremur. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að hann hygðist skila minnisblaði um takmarkanir innanlands til heilbrigðisráðherra. Viðbúið er að minnisblaðið verði til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. 

Mærudagar fara fram 25. árið í röð um helgina og verður K100 á svæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina