Lentu í sjálfheldu í Hafnarfjalli

Björgunarsveitir hjálpuðu fólkinu niður.
Björgunarsveitir hjálpuðu fólkinu niður. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um fjögur í dag til að aðstoða fólk sem var í sjálfheldu í Hafnarfjalli við Siglufjörð. Þetta segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Að sögn Karenar Óskar Lárusdóttur, verkefnastjóra hjá Landsbjörg, gengu aðgerðir vel og hjálpuðu björgunarsveitirnar fólkinu niður. Björgunaraðgerðirnar tóku tæpa tvo tíma. 

Um tvo göngumenn var að ræða sem hafa að sögn Karenar líklegast gengið of langt upp í fjallið og lent þannig í sjálfheldu. Fólkið er ekki slasað og er nú komið í öruggt skjól. 

Björgunarsveitirnar voru kallaðar út nú síðdegis.
Björgunarsveitirnar voru kallaðar út nú síðdegis. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert