Smit á Domino's í Mosfellsbæ

Dominos við Skúlagötu, mynd úr safni.
Dominos við Skúlagötu, mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmaður Domino's í Mosfellsbæ greindist með Covid-19 nú í dag. Allir starfsmenn staðarins eru því komnir í sóttkví og útibúinu hefur verið lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Domino's á Íslandi.

Staðurinn mun þó opna aftur klukkan 18 í kvöld þegar húsakynnin hafa verið sótthreinsuð. Starfsfólk útibús Domino's á Dalbraut mun standa vaktina en þeim stað verður lokað í kvöld og mun ekki opna næstu daga meðan á smitrakningu stendur. 

mbl.is