Umferðarslys í Kömbunum

Mikil þoka er nú á Hellisheiði og í Kömbum.
Mikil þoka er nú á Hellisheiði og í Kömbum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan og sjúkrabílar vinna nú á vettvangi umferðarslyss sem varð efst í Kömbunum. Vegna þessa má búast við umferðartöfum um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Þá vill lögreglan á Selfossi vekja athygli vegfarenda á því að fara mjög gætilega um Suðurlandsveg á Hellisheiði og í Kömbum vegna mikillar þoku.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is