Vætusömu veðri spáð á höfuðborgarsvæðinu

Búast má við vætusömu veðri á sunnan- og vestanverðu landinu.
Búast má við vætusömu veðri á sunnan- og vestanverðu landinu. mbl.is/Valli

Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu, en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Fer síðan aftur að rigna á sunnudag. 

Mun úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu og áfram hlýtt í veðri, einkum á þeim slóðum. Útlit er fyrir norðlægar áttir eftir helgi með vætusömu og heldur kólnandi veðri fyrir norðan og austan, en birtir þá jafnframt til sunnan heiða, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Sunnan- eða suðvestan 3-10 m/s. Víða dálítil rigning, en úrkomuminna A-til og skúrir á víð og dreif síðdegis. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast NA til.

Á sunnudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s og víða talsverð rigning, en þurrt að mestu NA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á mánudag:
Norðvestlægar eða vestlægar áttir og rigning NV-lands, annars víða skúrir, en bjart með köflum eystra. Kólnandi veður.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir fremur svala norðlæga eða breytilega átt með vætu á norðanverðu landinu, en lengst af þurrviðri og bjart syðra.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert