Enginn með allar réttar en þrír fengu 169 þúsund

Lottó.
Lottó.

Þrír voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir í sinn hlut 169 þúsund krónur hver. Allir miðarnir voru í áskrift. 

Enginn var með allar jókertölurnar réttar en sjö voru með fjórar jókertölur og fá þeir hver í sinn hlut 100 þúsund krónur. 

Vinningsmiðarnir í jókernum voru seldir í Krambúðinni á Selfossi, Mini Market í Hafnarfirði, Kvikk á Bústaðavegi, á Gullnesti í Grafarvogi, tveir voru svo í áskrift og einn miðinn var keyptur á lotto.is.

Lottótölur kvöldsins: 5, 9, 25, 28, 35. Bónustalan var 19.

Jókertökur kvöldsins: 7, 0, 8, 1, 3.

mbl.is