Tafir í Hvalfjarðargöngum vegna sjúkraflutninga

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. Ljósmynd/Vegagerðin

Einhverjar umferðartafir urðu í Hvalfjarðargöngunum í dag. Göngin voru rýmd fyrir sjúkrabíl sem var að sinna sjúkraflutningum frá Akranesi. Samkvæmt Twitter-fræslu Vegagerðarinnar var auk þess bilaður bíll í göngunum. 

Enginn árekstur varð í göngunum og þau hafa verið opnuð á nýjan leik aftur samkvæmt heimildum mbl.is. 

mbl.is