Þórunn Egilsdóttir borin til grafar

Útför Þórunnar. Kistu hennar báru Arnar Már Ellertsson, Svava Sæberg, …
Útför Þórunnar. Kistu hennar báru Arnar Már Ellertsson, Svava Sæberg, Gunnhildur Louise Sigurðardóttir, Egill Örn Egilsson, Guðrún Helga Ágústsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Guðmundur Friðbjarnarson og Kristjana Louise Friðbjarnardóttir. Ljósmynd/Jón Sigurðarson

Útför Þórunnar Egilsdóttur þingkonu fór fram í Vopnafjarðarkirkju í dag. Þórunn lést 9. júlí eftir baráttu við krabbamein. Hennar var minnst af samferðafólki sem leiðtoga, staðfastr­ar konu sem hafði húm­or­inn að leiðarljósi við sín störf. Þuríður Árnadóttir sóknarprestur jarðsöng.

Þór­unn sett­ist á þing fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn árið 2013 og gegndi for­mennsku þing­flokks­ins árin 2015 og 2016, síðan aft­ur síðan árið 2018.

Hún sat sem 2. vara­for­seti þings­ins 2015 til 2016 og sem 1. vara­for­seti þings­ins árin 2016 til 2017.

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, á þingsetningu 2018. Þórunn klæddist ávallt …
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, á þingsetningu 2018. Þórunn klæddist ávallt upphlut við þingsetningu og sagði hana hátíðlega athöfn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sauðfjárbóndi, grunnskólakennari og stjórnmálakona

Þór­unn fædd­ist þann 23. nóv­em­ber 1964 í Reykja­vík, dótt­ir Eg­ils Ásgríms­son­ar bólstr­ara og Sig­ríðar Lúth­ers­dótt­ur. Þór­unn skil­ur eft­ir sig eig­in­mann sinn, Friðbjörn Hauk Guðmunds­son, og þrjú börn; Kristjönu Louise, Guðmund og Heklu Kar­en.

Þór­unn lauk prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands árið 1984 og prófi frá Kenn­ara­há­skól­an­um árið 1999. Hún vann sem sauðfjár­bóndi frá ár­inu 1986 til árs­ins 1999 þegar hún tók við starfi sem grunn­skóla­kenn­ari. Hún sat í sveit­ar­stjórn Vopna­fjarðar­hrepps árin 2010 til 2014, þar af sem odd­viti frá 2010 til 2013.

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir var einn þeirra stjórn­mála­manna sem telj­ast til héraðshöfðingja. Hún var öfl­ug­ur talsmaður sinna hug­sjóna og sinna kjós­enda,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og flokks­bróðir Þór­unn­ar, í færslu á Face­book þegar fréttir af andláti Þórunnar bárust. 

„Þór­unn kom til dyr­anna eins og hún var klædd. Fannst láta­læti óþarfi en húm­or mjög mik­il­væg­ur. Hún var fynd­in, klár, góður sam­starfs­fé­lagi, heil­steypt og hlý.

Það sagði Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, flokks­syst­ir Þór­unn­ar og þing­kona, um vinkonu sína. Hún seg­ir að þakk­læti hafi verið henni efst í huga þegar hún frétti af and­láti hennar. 

„Það var gott og ör­uggt að fylgja og njóta leiðsagn­ar henn­ar sem þing­flokks­for­manns þegar ég sett­ist á þing. Þó var best að hlæja með henni og njóta vin­skap­ar sem var sann­ur.

Þór­unn var vel gef­in og stór kona með hug­sjón­ir og húm­or. Hún bar af og naut virðing­ar við sín störf, alltaf á vakt­inni, alltaf til staðar og gat leitt sam­an ólík sjón­ar­mið. Því er ég þakk­lát að fá að tipla með henni stíg­inn um stund,“ sagði Halla á facebooksíðu sinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert