Eftirlitsmyndavélar á Rey Cup á borði lögreglu

Laugardalshöllin.
Laugardalshöllin. mbl.is/Ófeigur

Stjórn Rey Cup biðst velvirðingar á því að eftirlitsmyndavélar hafi verið í gangi í Laugardalshöllinni á meðan stúlknalið Selfoss gistu þar. Stúlkurnar sem um ræðir eru á aldrinum 15-16 ára. Lögregla hefur þegar hafið rannsókn á málinu.

Stjórnin sendi út yfirlýsingu síðdegis í dag ásamt Knattspyrnudeild Selfoss. Þar kemur fram að stjórnin hafi slökkt á vélunum um leið og málið uppgötvaðist en stjórnin segist jafnframt harma málið og lýsa yfir fullum stuðningi við þær stúlkur sem þar gistu. 

„Ekkert bendir til þess að um neins konar ásetning sé að ræða, heldur fyrst og fremst athugunarleysi, sem er afskaplega miður og vill stjórn mótsins biðjast velvirðingar á því. Stjórn ReyCup og fulltrúar Knattspyrnudeildar Selfoss hafa unnið í góðu samstarfi að því að finna þessu máli réttan farveg í samstarfi við lögreglu,“ segir í tilkynningunni sem barst nú á fjórða tímanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert