Harður árekstur við Hvalfjarðargöng

Frá slysstað.
Frá slysstað. Ljósmynd/Aðsend

Umferðarslys varð við Hvalfjarðargöng nú síðdegis, að því er vaktmaður Neyðarlínunnar staðfestir í samtali við mbl.is.

Samkvæmt heimildum mbl.is er um að ræða harðan tveggja bifreiða árekstur og liggur önnur bifreiðin úti í skurði. Hinir slösuðu hafa verið fluttir til aðhlynningar en ekki fengust frekari upplýsingar um fjölda slasaðra eða líðan þeirra.

Slysið varð norðan við Hvalfjarðargöng á milli ganganna og Grundartanga.

Tveir sjúkrabílar, tveir slökkviliðsbílar og einn lögreglubíll fóru á staðnum og urðu talsverðar tafir á umferð í suðurátt í kjölfar slyssins.

Frá slysstað.
Frá slysstað. Ljósmynd/Aðsend
Frá slysstað.
Frá slysstað. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert