Innipúkanum aflýst

Freyja Gylfadóttir

Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem fram fer ár hvert í Reykjavík, hefur verið aflýst. Þetta staðfestir Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans, í samtali við mbl.is. 

„Það eru mikil vonbrigði að þurfa að aflýsa hátíðinni annað árið í röð en maður tekur þetta á kassann,“ segir Ásgeir. 

Innipúkinn 2017.
Innipúkinn 2017. Ljósmynd/Innipúkinn/Aníta Eldjárn

Hann bætir við að það sé aðallega leiðinlegt að fá ekki að sjá tónlistarmenn sem bókaðir voru á hátíðina stíga á svið. 

„Við finnum mikið til með tónlistarfólkinu okkar sem missir að einhverju leyti sitt lifibrauð aftur.“

Fjöldi listamanna átti að koma fram á hátíðinni, til dæmis Birgitta Haukdal, Hipsumhaps, Aron Can, GDRN, Gugusar, Bríet, Floni og margir aðrir þjóðþekktir tónlistarmenn.

mbl.is