Covid getur orðið stærsta kosningamálið

Ef gengið hefði verið til kosninga í vor, eins og sjálfstæðismenn lögðu til, hefði ríkisstjórnin náð glansandi kosningu. Búið var að kveða niður Covid á þeim tíma og ríkisstjórnin hefði getað lýst yfir sigri.

Nú er staðan gerbreytt og þunglyndi hellist yfir þjóðina og samkomutakmarkanir og hertar aðgerðir á landamærum blasa við.

Það er mat Björns Inga Hrafnssonar, sem skrifaði bókina Vörn gegn veiru, að Covid geti mögulega orðið stærsta kosningamálið í haustkosningum sem fram undan eru.

Björn Ingi fer yfir stöðuna í faraldrinum í samtali við Eggert Skúlason í Dagmálaþætti dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert