Fleiri ný veiruafbrigði munu koma fram

„Bretland er suðupottur fyrir ný afbrigði af veirunni,“ segir Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans í Dagmálaþætti dagsins. Hann ræðir stöðuna við Eggert Skúlason og segir miklar líkur á nýjum afbrigðum veirunnar. Raunar komi þau fram vikulega en svo sé bara spurning hvenær eitthvert þeirra springi út og taki yfirhöndina.

Ástæða þess að Bretland er suðupottur er sú staða að þar er hlutfall hálfbólusettra og óbólusettra hátt ásamt þeim sem eru bólusettir að fullu. Björn Ingi segir að þegar veiran hoppi á milli þessara hópa breytist hún og læri á bóluefnið. Óttinn er að ný afbrigði dragi úr þeirri vörn sem bólusetning á að gefa.

Hann fer meðal annars yfir nýja rannsókn þar sem vísindamenn greindu frá því að yfir 200 ólíkar langtímaverkanir hefðu verið skrásettar hjá fólki sem fengið hefur Covid.

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins og mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert