Þriðji starfsmaður heilsugæslunnar smitaður

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Lögreglan

Annar starfsmaður í heimahjúkrun á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur greinst með kórónuveiruna. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag höfðu áður tveir starfsmenn greinst með veiruna, einn á heilsugæslunni Sólvangi og hinn í heimahjúkrun. Nú hafa því tveir starfsmenn í heimahjúkrun greinst smitaðir og því þrír í heildina.

Sigríður sagði þó lán í óláni að starfsmennirnir í heimahjúkrun hafi verið saman á vakt og því hafi ekki þurft að grípa til aukinna aðgerða í kjölfar smits seinni starfsmannsins. Gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana vegna fyrra smits.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert