Bilun í sæstreng olli sambandsleysi

Farice-sæstrengurinn liggur frá Seyðisfirði til Skotlands.
Farice-sæstrengurinn liggur frá Seyðisfirði til Skotlands.

Bilun átti sér stað í fjarskiptasæstrengnum FARICE-1 eftir hádegi í gær sem olli sambandsleysi yfir strenginn fram yfir miðnætti í nótt. 

Tæknimenn Farice ásamt tæknimönnum framleiðanda vinna að greiningu á vandamálinu og undirbúningi að viðgerð. Ekki liggur fyrir hvenær endanlegri viðgerð verður lokið og ekki er hægt að útiloka frekari útföll fram að því, að því er segir í tilkynningu.

Strengurinn FARICE-1 er annar af tveimur fjarskiptasæstrengjum Farice sem tengja Ísland við Evrópu og liggur hann frá Seyðisfirði til Skotlands. 

„Hinn strengurinn er DANICE og gerir högun Farice því ráð fyrir að bilun geti átt sér stað í einum streng án þess að talsamband eða internetþjónusta skerðist. Farice er með í undirbúningi lagningu á þriðja strengnum, ÍRIS, sem mun komast í virkni fyrir árslok 2022 og eykur það fjarskiptaöryggi landsins enn frekar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert