Ekki útilokað að herða þurfi aðgerðir

Frá Landspítala. Ef sjúkrahúsinnlögnum vegna Covid-19 fer að fjölga þarf …
Frá Landspítala. Ef sjúkrahúsinnlögnum vegna Covid-19 fer að fjölga þarf líklega að endurskoða aðgerðir, að sögn Ölmu. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Ef innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 fer að fjölga getur verið að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir innanlands. Sem stendur er markmið reglnanna, til skemmri tíma, að fækka smitum í samfélaginu og ná yfirsýn. 

Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis í morgun. Hún sagði ástæðuna fyrir því að aðgerðirnar væru ekki mjög harðar þrátt fyrir fjölda smita þá að bólusetningarhlutfallið væri hátt. 

„Við erum núna að kaupa svolítinn tíma og átta okkur á því hvað Delta er skætt,“ sagði Alma. 

Hún sagði ekki útilokað að herða þyrfti aðgerðir ef fólk færi að veikjast mikið: „Síðan þurfum við auðvitað bara að sjá hvernig álagið verður á heilbrigðiskerfið.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að afturhvarf til hertra reglna um sóttkví, sem varða bólusetta einstaklinga, myndi vonandi hjálpa til við að fækka smitum utan sóttkvíar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert