Makita-skrúfvél og fleiri verkfærum stolið

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um innbrot í vinnuskúr þar sem …
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um innbrot í vinnuskúr þar sem stolið var m.a. Makita skrúfvél. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brotist var inn í vinnuskúr við grunnskólann í Bolungarvík. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. 

Eigendur skúrsins segja allt hafa verið með felldu síðastliðinn föstudag klukkan fjögur um eftirmiðdag. Innbrotið uppgötvaðist svo í morgun klukkan átta, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglunnar. 

Sá sem braust inn hafði á brott með sér Makita-skrúfvél og fimm hleðslurafhlöður frá Makita ásamt fleiri verkfærum. 

Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir því að hafi fólk einhverjar upplýsingar um málið þá hafi viðkomandi samband á facebooksíðu lögreglunnar, á netfangið vestfirdir@logreglan.is eða í síma 444-0400. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert