Upplýsingafundur almannavarna

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is halda upp­lýs­inga­fund­ í dag klukk­an 11.

Á fund­in­um fara Kamilla S. Jós­efs­dótt­ir, staðgeng­ill sótt­varna­lækn­is, Alma D. Möller land­lækn­ir og Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna, yfir stöðu mála varðandi fram­gang Covid-19-far­ald­urs­ins hér á landi síðustu daga og vik­ur. 

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið hér á landi að undanförnu og fyrir vikið hefur verið gripið til samkomutakmarkana innanlands og aðgerðir hertar á landamærunum. 

Alls greindust 82 smit innanlands í gær. 

Næsti upp­lýs­inga­fund­ur verður síðan hald­inn á fimmtu­dag­inn. 

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinu streymi frá upplýsingafundi almannavarna: 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert