115 smit innanlands

Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut. mbl.is/Unnur Karen

115 kórónuveirusmit greindust í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 26 voru í sóttkví við greiningu og 89 utan sóttkvíar. Alls eru nú 852 í einangrun og 2.243 í sóttkví. Sjö eru á sjúkrahúsi.

Eitt smit greindist á landamærunum í gær. 

Ekki er útilokað að fleiri smit eigi eftir að greinast eftir sýnatöku gærdagsins, en metfjöldi sýna var tekinn. 

Í gær greindist 101 smit við einkennasýnatöku og 14 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Af þeim sem greindust í gær voru 89 fullbólusettir, bólusetning hafin hjá tveimur og 24 óbólusettir. 

Yfir sex þúsund sýni tekin 

Fjölmörg sýni voru tekin innanlands í gær. 4.454 sýni voru tekin við einkennasýnatöku, 506 sýni voru tekin á landamærunum og 1.481 sýni var tekið við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Fleiri sýni hafa ekki verið tekin frá því að faraldurinn hófst hér á landi. 

Hlutfall jákvæðra sýna heldur áfram að lækka og var 2,27% í gær en 3,73% í fyrradag. 

Langflestir sem greinst hafa síðustu daga og vikur eru á aldrinum 18-29, en alls eru 373 á því aldursbili í einangrun. 148 á aldrinum 30-39 eru í einangrun. 

Í fyrradag greindust 123 smit innanlands. 



Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert