27 sjúkraflutningar í kvöld

Covid-19 sjúkraflutningar eru eitt af þeim verkefnum sem slökkvilið landsins …
Covid-19 sjúkraflutningar eru eitt af þeim verkefnum sem slökkvilið landsins sinna. Facebook-síða slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt 27 sjúkraflutningum það sem af er kvöldi. Þar af eru 14 flutningar vegna Covid-19.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag var þriðjudagur erilsamur sólarhringur hjá slökkviliðinu og kom fram í færslu slökkviliðsins á Facebook að líklega hefði „enn eitt metið fallið“.

 „Við byrjuðum klukkan hálfátta í kvöld og bara sem dæmi þá eru 27 flutningar hjá okkur á meðan landið allt er samtals búið að fara 44, við erum í rauninni alltaf með svo stóran hluta af landsflutningunum,“ segir starfsmaður slökkviliðsins í samtali við mbl.is.

mbl.is